Tölvuleikir.is kynnir leik sem mun rúlla út í lok Apríl

Langar þér að vinna þér inn frían tölvuleik bara fyrir það eitt að heimsækja www.tolvuleikir.is ? Vefurinn okkar fór í loftið í Mars og til að fagna því að hann er komin í fullt gang verðum við með glaðninga í hverri viku fyrir notendur sem sækja síðuna í mánuðinum.

Hvernig virkar þetta?

Þetta virkar þannig að fólk sem er nýtt síðunni fer uppí efra hornið vinstra megin og nýskráir sig og síðan þarftu bara að kíkja á síðuna í Apríl og þú ert komin í pottinn að vinna þér inn glaðning.
Dregið verður reglulega út mánuðinn og í boði verða leikir á PC, Xbox 360, Playstation 3, Nintendo Wii, PSP og Nintendo Ds.

Eitt sem okkur langar að benda fólki á er að vera dugleg að fylla inn upplýsingar um sig í prófílnum á síðunni eins og t.d hvaða leikjavélar fólk á svo að það auki líkurnar að það fái eitthvað sem það getur notað. Einnig er gott að nýta sér möguleikann á að halda utan um leikjasafnið sitt, því það eykur líkurnar á að þú fáir ekki leik sem þú átt fyrir og komment .

Gott er að nota spjallborðið, bloggið og kommenta á fréttir eða blogg til að sýna virkni á síðunni.

Eldri notendur síðunnar eiga jafnan möguleika að vinna sér inn leiki og það eina sem þeir þurfa að gera er að heimsækja vefinn í Apríl og nota hann.

Hvernig síða er www.tolvuleikir.is og hver er tilgangur hennar?

Síðan fór í loftið í byrjun ársins 2009 og er ætlað að vera heildar vefsíða um leiki, leikjadóma, fréttir, keppnir, spjall ofl. Síðan er fyrir alla, skiptir litlu hvort að þú sér Old School PC gaur/dama sem smíðar eigin vélar og vill keyra leiki í hæstu mögulegum gæðum, leikjatölvu notandi sem á Xbox 360, Playstation 3, Wii, Ds eða PSP eða hreinlega allar eða fleiri en eina. Greinar og fréttir eru skrifaðar að fólki sem hefur áhuga á tölvuleikjum sama hvar þeir koma fyrir og vonumst við til að verða með á snærum okkar fólk með góða þekkingu á hverri vél og leikjum almennt. Við leggjum mikinn metnað í vinnu okkar og skrif vegna þess að við erum leikjaspilarar að hjarta og höfum gaman af þessum. Vefurinn er rekinn í áhugamannavinnu, enda er þetta ekki gert til að verða ríkur á heldur að skapa vettfang og samfélag þar sem að allir eru velkomnir.

Ritstjórn síðunnar og vinnsla er í höndum El Gringo öðru nafni Ásgeir Ingvarsson sem stofnaði vefinn og Bumbuliuz honum Sveinn A Gunnarsson. Við erum báðir búnir að vera lengi með puttana í þessum efnum á ýmsum sviðum og þessi vefur var næsta skrefið í hugmyndum okkar.

Reglur
Til að eiga séns á að vinna þér inn vinning þarf að vera skráður notandi á síðunni og stunda hana einhvern tíman með aðferðunum sem voru nefndar hér fyrir ofan í Apríl mánuði. Ef að ekki næst samband við vinningshafa innan viku er vinningnum aftur úthlutað. Ef að leikurinn sem um ræðir er bannaður þarf að gefa upp kennitölu þegar verður haft samband við þig eða foráðamann.

Að lokum viljum við bjóða ykkur velkomin á vefinn okkar og vonum að ykkur líki við hann og staldrið við og ekki væri verra ef að þið minnist á okkur við vini ykkar.

Kveðja El Gringo og Bumbuliuz
www.tolvuleikir.is
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3