Hérna væri fínt ef leikjaunnendur sem fylgjast vel með öllu sem gerist tölvuleikjaheiminum gætu bent á útsölur/lagersölur/tilboð sem eru gangandi. Það er ekkert grín að versla leiki núorðið útaf þessari anskotans kreppu hér á landi (PS3 leikur á 9.000-10.000 krónur). Vil fá nýja verðkönnun eins og GameOver.is gerðu um daginn. Gott ef menn þjöppuðu sér saman og allavegu ræddu málin…

Hvar er hægt að fá nýja gæða DS eða PSP leiki ? T.d. Castlevania: Order of Ecclesia (DS), Moon (DS), Retro Game Challenge (DS) eða Star Ocean: Second Evolution (PSP ?

Annars virðast þessar útsölur frá Elko, Max og BT vera selja gamla eða slaka leiki á borð við: Lair, Full Auto 2, Club, Gundam, Fracture, Soldier of Fortune: Payback, Turning Point: Fall of Liberty, Condemned 2, Bejing 2008, Legendary, Dark Sector, Golden Axe: Beast Rider…..

Fyrir hverju eru menn spenntastir á PS3, Xbox360, Wii, DS og PSP ? Hvað eru þið að spila núorðið ?

Ég er núna spila Killzone 2 (PS3), Castlevania: Portrait of Ruin (DS) og Super Stardust Portable (PSP).