The Elder Scrolls IV: Oblivion er stór, opinn og fjölbreyttur leikur en samt sem áður einhæfur, þunglamalegur og litlaus með ófrumlegum og líflausum karakterum ásamt tilþrifalitlum og þreytandi samtölum… sem krefst mikillar þolinmæði spilandans.

Slightly annoying performance issues.

Já, já, þetta eyðilagði nú bara nánast leikinn fyrir mér…

Karakterinn er í upphafi leiks auðvitað frekar weak, sem og aðrir óvinir. En verður sterkari eftir því sem maður hækkar í leveli…. óvinirnir líka !
Oblivion heimurinn semsagt levelar upp með þér !!!

Ég vil fá að spila leikinn og láta hann fljóta án þess að vera stöðugt á varðbergi. Allavega hélt ég alltaf við mig sömu aðalskill (sverðvopn) sem hindra þá önnur skills að upgradeast t.d galdra.

Þar af leiðandi er leikurinn ekki orðinn eins frjáls í spilun og maður hélt. Frelsið og stefnuleysi leiksins gerir mann bara enn ráð(villtari)… spurning um að velja og hafna.

Einhvernveginn náði ég aldrei að samræmast eða bonda við persónur leiksins. Þær voru ekki nógu trúanlegar. Kannski af því ég var uppteknari af umhverfi og grafík leiksins ?

Ég hef ekkert athugavert að segja um söguna.

Vil ekki sjá svona RPG leiki á PS3 í náinni framtíð !!!

Þessi leikur á heima á PC.

Og Patrick Stewart: Haltu þig við Star Trek