já…það er komin dagssetning! samkvæmt leka er 3. maí dagurinn! og mun hún kosta um 150 pund í Bretlandi sem er frekar lítið miðað við hinar tölvurnar. Sem dæmi þá kostar PS2 199 pund í Bretlandi þessar vikurnar. Evrópa mun fá í kringum 1 milljón stykki svo það ætti að duga eitthvað, vonandi fáum við bara eitthvað af þessu svo við verðum sátt :)

20 leikir verða í boði á launch day og meðal leikja eru:
Luigi's Mansion
Wave Race: Blue Storm
Star Wars Rogue Squadron II: Rogue Leader
Tony Hawk's Pro Skater 3
FIFA: Road to World Cup
Sonic Adventure 2 Battle

“GameCube will not be targeted at kids, it will not be targeted at teens and it will not be targeting adults. GameCube will appeal to anyone who enjoys being entertained by interactive gaming.” er haft eftir Dave Gosen, framkvæmdastjóra Sölu og markaðsdeildar Nintendo í Evrópu. Allt að 50 leikir verða í boði um mitt sumar.

Einnig verður PAL útgáfa GameCube öðruvísi að því leitinu að möguleiki verður á 60Hz auk widespred full-screen 50HZ. Til að fá betri gæði með 60Hz, þá þarf að halda niðri B-takkanum þegar maður kveikir á tölvunni. Og fyrir enn betri mynd er tölvan tengd með RGB Scart tengi. Factor 5 sem gera Star Wars Rogue Squadron II: Rogue Leader, hafa staðfest að leikurinn bjóði upp á 60Hz.

heimildir: cube.ign.com
Þetta er undirskrift