Núna um daginn keypti ég mér Baldur´s Gate: Dark Alliance í
PS2.
Og ég skal sko segja ykkur að þetta er leikur sem engin má
missa af. Sagan segir frá manni, ferð hans liggur til þorpsins
Baldur´s Gate. Þegar hann er kominn á leiðarenda þá koma
þjófar aftan að honum og ræna hann. Hann verður alveg
gáttaður og mun gera allt til þess að ná hefndum.

Leikurinn spilast í “hack and slash” ,tveir geta unnið saman
og slátrað ófreskjunum sem leynast neðanjarðar. Það er nú
meiri ánægjan að spila leikinn tveir saman. Maður á það til að
öskra og skamma félaga sinn ef honum gengur illa. Ég byrjaði
að spila leikinn í normal, og allir byrjendur gætu ráðið við það.
Leikurinn endist frekar stutt, 10-15 klst, eða svo er sagt.

Grafíkin er stórkostleg. Ein þau bestu sem ég hef séð á PS2.
Þetta er einmitt fyrsti leikurinn á vélinni sem notar svokallað
“anti ailising”. Þá flökrar myndin ekki eins og í öllum öðrum
PS2 leikjum. Vatnið í leiknum er það flottasta sem ég hef séð.
Ég bókstaflega missti andann þegar ég steig á það fyrst,
bylgjurnar berast frá þér og í veggina og endurkastast þaðan,
þetta endurtekur sig þangað til þær hverfa alveg.

Leikurinn verðar líklega rýndur í næstu viku.


Takk fyri