Ico er væntanlegur action/rpg leikur frá Sony, og lofar mjög góðu af umfjöllunum að dæma.
Þú leikur ungan dreng að nafni Ico. Í þorpinu hans fæðist eitt barn af hverri kynslóð með horn á höfðinu, og er þeim kennt um allt sem miður fer. Þeim er stungið umsvifalaust í fangelsi, á einangraðri eyju.
Ico varð fyrir því óláni að fæðast með horn, og var þess vegna hent í fangelsi, sem er btw gamall og óhugnalegur kastali.
Snemma í leiknum finnur Ico stelpu fasta í búri, og bjargar henni. Hún heitir Yorda og fylgir Ico í gegnum leikinn.
Ico er fimur, getur klifrað í öllu mögulegu, og barist við ófreskjur þegar þær verða á vegi hans. Yorda er hinsvegar ekki eins sterk, og verður Ico að passa að hún komist út úr kastalanum klakklaust. Yorda er þó ekki gagnslaus byrði, því hún hjálpar Ico að rata um kastalann.
Leikurinn blandar saman action, rpg og hugsunar (puzzle) leikjum. Hann krefst á sama tíma mikillar hugsunar og leikni með stjórntækin.
Umhverfið á víst að vera mikilfenglegt, stór og flott svæði. Nánast allir hlutir í umhverfinu eru notanlegir, annaðhvort hægt að klifra á þeim, ýta þeim, eða gera eitthvað merkilegra við þá. Það er því nauðsynlegt að skoða allt í umhverfinu gaumgæfilega.
Leikurinn er væntanlegur á PAL þann 20. mars næstkomandi, og er endurbætt frá upprunalegu NTSC útgáfunni.
Þetta verða skyldukaup, ef eitthvað má ráða af umfjöllun og screensjottum!
