Það var ekki fyrir löngu síðan að ég talaði við fólk á ircinu sem var mér ósammála (Tja, það er venjan ;)).

Þeir héldu því fram að Windows sé ekki í einokunarstöðu.
Ástæðan að ég set þetta hér er vegna þess ég var að rífast við sömu gaurana og hanga hér.


Tekið af mbl.is

“Talið er að rúmlega 96% netnotenda um heim allan noti stýrikerfið Windows frá Microsoft, að sögn greiningarfyrirtækisins WebSideStory. Undir 3% netnotenda noti Macintosh-stýrikerfið frá Apple. Segir að markaðshlutdeild Apple hafi verið undir 3% síðan í janúar 1999. Fram kemur að 2,32% tölvunotenda um heim allan hafi notað Macintosh í upphafi árs 2002 en 96,28% hafi notað Windows.

Fram kemur á vefsvæðinu nua.com að Apple sé einkum vinsælt í Sviss, en þar nota 6% af netnotendum stýrikerfi frá fyrirtækinu, og milli 6 og 7% noti Macintosh í Japan. WebSideStory er sagt ráðleggja fyrirtækjum sem þróa vefhugbúnað að skoða hlutfall þeirra sem nota Macintosh í hverju landi fyrir sig og bendir þeim á að hætta stuðningi við Macintosh þar sem svo fáir nota stýrikerfið”.

Þetta finnst mér vera nægar sannanir, eða þangað til annað kemur í ljós. <br><br><i> I´m telling you, the world is a sphere.

Sphere </i