Þegar að Gamestöðin opnaði fyrst fyrir nokkrum mánuðum fylltist hjarta mitt af gleði! loksins einhver samkeppni! loksins búð sem selur bara tölvuleiki. Sem Wii, DS og PS3 eigandi var ég himinlifandi þegar eg gekk inn í búðina á opnunardaginn og sá að það sem sagt var í auglýsingunni var satt! Leikirnir voru ódýrari en mar var vanur

PS3 leikir voru á 5990 og allir Wii leikir á 4990. Og það voru fullorðnir menn sem vissu einhvað um leiki sem voru að afgreiða og ég fékk frítt Mountain Dew. Ég var glaður.

But Then Disaster Strikes!

Sirka 2 vikum eftir að búðin opnaði hækka allir leikir um 1000-1500 kall. Og það einkennilega er að ef að leikurinn er með stórt nafn eins og t.d Mario Kart (8990) eða SSBB (7990) þá er hann dýrari en aðrir. Svo má ekki gleyma MGS4 Limited edition sem að kostaði á tímabili 13990 kr

Úrvalið af Nintendo vörum er skelfilegt og t.d enginn af bestu Wii leikjunum til. (No Zelda, No Mario Galaxy, No Metroid, No RE4 osfrv)

Í afgreiðslunni er nú 15-20 ára krakkar sem hafa aldrei komist í 3.borð í Super Mario Bros.

Ídag sé ég að þeir eru farnir að selja Rock Band, leikur síðan Nóvember 2007 og selst fyrir 150 dollara á amazon.

http://www.amazon.com/Rock-Band-Special-Xbox-360/dp/B000TT4GBG/ref=pd_bbs_sr_1?ie=UTF8&s=videogames&qid=1221109209&sr=8-1

Hvað haldiði að draslið hafi kostað? í búð sem segir sig ódýrasta og besta kost tölvunördans. 15000 kall ? nei! 20000 kall ? neibb! 30000 kall ? að nálgast. 31300 kr fyrir settið! ég hlæ og bendi á kassann og hugsa með mér að þetta hljóti nú að vera djók en sé þá skrifað litlum stöfum efst í horninu á kassanum “Game Software Not Included”!!! nei leikurinn fylgir ekki með og kostar diskurinn 7999kr aukalega. Það gera samanlagt sirka 40.000 kr fyrir eins árs gamlan leik! þetta er náttúrulega skandall og ætti að vera hægt að fangelsa menn fyrir svona stórkostlega græðgi.

Og þegar ég spyr fæðingarhálvitann í afgreiðslunni hvort að þetta geti staðist og sé rétt þá segir hann.
“Þetta er eini staðurinn á landinu sem selur þennan leik svo ef að fólk vill hann þá verður það að kaupa hann hér”

Well takk fyrir þeir sem nenntu að lesa þetta allt.
Ekki láta taka ykkur í rassgatið.