“Góðan daginn!

Þegar ég lýt til baka um farinn veg,
er ekki óhjákvæmilegt að brosa þegar
maður fer að rifja upp minningarnar,
sterkar minningar, eins og Nintendo.
Ég hef verið mikill aðdáandi þeirra leikjavéla
og leikja, og er enn, þrátt fyrir að ég sé 27 ára.
Nintendo er bara þannig fyrirtæki að þær nær alltaf
að kalla fram það óvænta, fallega& ævintýralega.

Stundum svo ævintýralega að maður er farinn að
bera sterkar tilfinningar, tilfinningar sem hverfa vonandi aldrei,
og þegar ég segi aldrei, hitti ég því miður rangann
nagla á höfuðið, þetta er sköpun sem má ey hverfa
af þessu skeri, en því miður bendir margt til þess.

Feilspor kemur upp í hugann þegar ég frétti af
ákvörðun ykkar um að setja allt Nintendo dót í smáralind,
ég sem var harður í að versla af ykkur leiki.

Núna þarf ég að versla við bæði bt & skífuna og sætta
mig við ófræmbærilega starfmenn sem hafa sama og
ekkert álit á Nintendo, fá nýja leiki á margra vikna fresti
sem eru hættir að verða nýjir þegar þeir loks mæta á staðinn.

Ég hvet ykkur Ormsson menn að endurskoða Nintendo málin,
þetta er vinsælasta leikjatölvan í heiminum í dag og hún á skilið
að vera sjáanleg, sjáanleg svo fleiri geti fengið að njóta töfranna.

Með bestu kveðjum,

Örn / Nintendo Áhugamaður”