Ég var að þvælast um á netinu um daginn til að athuga hvort það færi hægt að spila VCD-diska (Video CD) í PlayStation 1 vélinni minni.

Ég fann slatta af viðbótum og hugbúnaði sem var yfirleytt bara eitthvað h******s drasl.

Það sem ég hafði áhuga á var “PlayStation VCD Movie Card” frá CityWide Solutions.
Það er tæki sem er tengt í serialportið og tekur við af upprunnalega menuinu (þar sem er hægt að kópera memorycardið og svoleiðis).

Það sem ég hef séð af notendaumhverfinu er mjög einfalt og þægilegt.

Ég er að pæla í að panta svona græju sjálfur, og fyrir þá sem vilja eitt stykki sjálfir (og minka sendingarkostanðinn) ættu að hafa samband við mig.