Já nú er maður búinn með MGS 4 einu sinni og ég er mjög sáttur með hann, ég ætla að reyna að blaðra ekki út neinum spoilerum í þessum þræði en ef þið eruð ekki búin með hann og rosalega hrædd um það þá þurfiði ekkert að lesa það sem kemur hérna.

Þótt þetta sé fyrsti metal gear leikurinn sem ég prófa þá var ég svo heillaður að ég sé allveg fram á það að spila í gegnum hann aftur við og við eins og margir MGS hausar gera enda svo mikið af skemmtilgur hlutum hægt að uppgötva við það að spila hann aftur.

En þar sem ég hef ekki spilað þá gömlu áður kann ég ekki allveg á það hvernig það virkar með Emblem og allt það en t.d. þá er hægt að fá eitthvað út úr því að klára allann leikinn án þess að drepa neinn. Það sem ég var að spá í sambandi við það var hversu strangt þessir hlutir væru, má undir engum kringumstæðum t.d. drepa hermennina sem hópast í kringum bossana í gegnum leikinn, má skjóta ómönnuðu bardagatækinn eða þarf þetta að vera 100% gert með CQC og deyfibyssunum?

Bætt við 25. júní 2008 - 00:37
ó og meðan ég man, er engin leið til að tékka á statusnum hjá manni fyrr en í endanum á actinu? Það væri a.m.k. soldill bömmer ef maður kemst svo að því í lokin að maður drap gaur í byrjun eftir allt saman
Palli Moon