Það er PSX.is sönn ánægja að tilkynna miðnætur opnun í samvinnu við BT í verslun þeirra í Skeifunni kl. 23:00 þann 11. júní næst komandi. Tilefnið er auðvitað Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots, sem er einn mest eftir sóttasti Playstation 3 leikur sem til er. Eftirvæntingin eftir þessum leik hefur verið gríðaleg og hafa dómar byrjað að birtast fyrir leikinn og lofar það bara góðu.

Síðasta miðnætur opnun PSX.is og BT gekk vonum framar og vonumst við innilega til að sjá sem flesta af ykkur notendum síðunar og öllum Playstation eigendum sem koma til að tryggja sér eintak af leiknum.

MGS4 klárar sögulínu sem hófst í Metal Gear Solid 2 og fjallar nánar um Patriots og hvaða hlut þeir hafa í stjórnun heimsins. Snake er á síðasta séns, það er ekki auðvellt að vera klón af Big Boss sjálfum og sést vel á Snake hve mikið hann hefur gengið í gegn. Liquid Ocelot er mættur á ný og mun gera allt til að fella Patriots og ná völdum á sama tíma. Saga Snakes sem byrjaði í Metal Gear Solid 1 á Playstation 1998 mun ljúka með MGS4 og er Konami búið að lofa að allt verður lagt undir í loka baráttu Snakes.

Að auki við epíska sögu sem MGS4 inniheldur, er einnig í pakkanum Metal Gear Online. Sem er fjölspilunar partur leiksins. Playstation eigendur fengu að prufa Betu af MGO í lok Apríl og er ekki annað hægt að segja að MGO lofar góðu og ætti að styta PS3 eigendum stundingar löngu eftir að þeir hafa lokið ævintýri Snakes.

Ég mæli með að kíkja á frétirnar á PSX.is og finna meira um MGS4 og sögu leikjanna. Og nýrri grein um sögu leikjanna

http://www.psx.is/greinar/saga-metal-gear-seriunar-i-stuttu-mali-a81.html

Svo merkið 11. júní við í dagatalinu ykkar og mæti niðri í BT Skeifunni kl. 23:00 um kvöldið, skemmtið ykkur með okkur, njótum góðra veitinga og förum heim með einn stærsta Playstation 3 leik ársins.

Hlakka til að sjá ykkur þar.

Kv. fyrir Hönd PSX.is

Bumbuliuz
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3