Vá, hefur einhver hérna séð greinina í morgunblaðinu í dag, þar sem Ómar Örn Hauksson nokkur skrifar gagnrýni um GTA IV og gefur honum einkunina…

Hljóð: 5/5
Grafík: 5/5
Spilun: 3/5
Niðurstaða: 3/5

OK hundsum aðeins þessa hlægilegu einkunnargjöf. Ég er ekki að skrifa þetta því ég er fúll yfir því að hann gefi leiknum meiri einkunn, heldur er ég fúll yfir því að Morgunblaðið skuli hafa ráðið svona afspyrnulélegann gagnrýnanda til að skrifa stóra grein um Grand Theft Auto IV fyrir sig. Guð minn góður.

Ég last þessa grein og það er nokkuð greinilegt að þessi Ómar veit nákvæmlega ekkert um leikinn og hefur greinilega spilað hann lítið sjálfur. Hann skrifar t.d. að það taki 100 klukkustundir að klára leikinn? Eh? Ekki alveg. Og hann hefur greinilega ekki klárað hann sjálfur.

Svo eru gullmolar í þessari grein eins og t.d. að aukaefnið sem kemur á 360 verði jafn langt og “grunnleikurinn” sjálfur…vitleysa. Aðal karakterinn sé frá Serbíu…vitleysa það kemur aldrei fram.

Svo segir hann að hann hafi reyndar bara spilað einn GTA leik áður en honum leiddist hann svo mikið að hann hætti strax að spila hann (gott að mbl fær vel frædda menn um þessi mál til að gagnrýna fyrir sig).

Seinna í greininni fer hann að segja að skotkerfið sé svo lélegt því hann er alltaf drepinn (þýðing: hann sökkar í leiknum) og að það sé of erfitt að keyra (talar um að það sé ekki jafn gaman og í Burnout, lol) og að það sé ómögulegt að keyra mótorhjól því maður dettur alltaf (þýðing: hann sökkar).

Í endanum á greininni setur hann sig á einhvern stall þar sem hann talar um hvað leikurinn ýti undir “hommafóbíu og kvennfyrirlitningu”…guð minn góður, einhver ekki alveg að skilja kaldhæðnislegann húmor GTA leikjanna.

Ótrúlegt að svona lélegar greinar komist í morgunblaðið. Sýnir bara hversu mikla vanvirðingu tölvuleikjum er ennþá sýnt…