Núna er ég komin í sky city (næst síðasta dýflissan) og þó að leikurinn sé hreint út sagt frábær þá finnst mér eitthvað vanta.

Það sem mætti betur fara að mínu mati

1. Overworldið
Það er vissulega stórt og oft fallegt en það er alltof tómlegt. Það er ekki mikið hægt að rannsaka eða skoða. Eina sem hægt er að gera er að fara meðfram öllu og vonast til að rekast á sprengjanlegan stein sem felur göng.
Það myndi lífga rosalega upp á auðnina ef kannski væru eitt og eitt hús (eða fleiri) á strjáli, með íbúum að sjálfsögðu.

2. Bæjarsamfélögin
Allir bæirnir ullu mér svolitlum vonbrigðum
Flestar dyr voru manni læstar, ekki var hægt að tala við nærri því alla, maður fékk enginn aukamission í gegnum NPC á borð við hænsnaleitina úr Oot og það voru alltof fáir smáleikir til að taka þátt í eins og skot-gallery, Kistuleikurinn, keilan….
Bæirnir sjálfir voru ekki alveg að skila sínu, Kastalabærin var ágætur en ég mundi eftir Kakariko village úr Oot sem líflegum og skemmtilegum bæ, hérna er Kakariko hálfgerður draugabær sem samanstendur eiginlega af einni götu og varla sála á ferli.
Ordon village sem kemur í staðin fyrir Kokiri er svosem allt í lagi en…. það er bara enginn þar.
Í Oot þá höfðu Gorons borg (Goron City) en í TP eru þeir mest bara á víð og dreif um Death mountain. Zoras hafa þó ágætis samastað og þeir eru margfallt fleiri nú en í Oot.
Einn bær er þá ótalinn og það er Hidden village sem lýtur ekki verr út en Kakariko village en hefur því miður aðeins einn íbúa.

3) Endurtekningar
Ég veit að Zelda leikirnir gerast í Hyrule en ég verð að segja það að þegar ég fór inn í Kakariko í fyrsta sinn og sá að þaðan lá leiðin til kirkjugarðsins OG Death mountain að ég fékk smá Deja vu. Og ekki skánaði það þegar maður hafði klárað Forest temple og það kom í ljós að það væru vandræði í Goron námunum og svo aftur þegar maður komst af því Zoras domain væri frosið….

En þrátt fyrir þetta er TP frábær leikur.