Ég fór í gær út í kringluna með það í huga að kaupa mér PS3 tölvu. Og stefndi þá á 60Gb útgáfuna afþví að einn vinur minn sagði mér að 40Gb útgáfan spili ekki PS2 leiki (og svo náttúrulega meira pláss).

Þá fékk ég þær fréttir að það væri hætt að framleiða hana.

Ég kannaði þetta aðeins á netinu þegar ég kom heim en fann ekkert afgerandi. Að 60Gb útgáfunni hefði verið hætt afþví hún væri of dýr í framleiðslu en að það ætti að koma 80Gb útgáfa. Hinsvegar ætti bara að selja hana í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum.

Eru einhverjir fróðari PS3 menn hérna sem geta gefið mér nánari upplýsingar? Og mögulega einhver ráð?