Xbox 360:
————-

Sælir/ar

Er hér með Xbox 360 vél ásamt aukahlutum og leikjum til sölu:

Xbox 360 Premium - 35.860 / 15.000
Play and Charge kit - 2.495 / 1.000
SCART snúra - 2.495 / 1.000
Get einnig látið 2m TOSLINK kapal fylgja frítt með ef áhugi er.

Mass Effect - 5.860 / 3.000
Half Life 2: The Orange Box - 5.860 / 3.000
Forza Motorsport 2 - 1.860 / 1.000
Gears of War - 4.860 / 2.500
Crackdown - 6.499 / 3.000
Rainbow Six Vegas - 6.999 / 3.000
Dead Rising - 5.995 / 2.500

Alls: 78.783 kr. / 35.000 kr.

Mismunur þá = 43.783 kr. eða 55,57%


Athugasemdir:
1. Vélin er í ábyrgð til apríl á þessu ári og ábyrgðarskírteini fylgir með vélinni. Hingað til hef ég ekki lent í neinum vandræðum með hana, hún hefur aldrei frosið eða klikkað á nokkurn hátt

2. Fyrri tölurnar eru verðin á hlutunum glænýjum út úr búð þar sem ég fann þá ódýrast. Síðari tölurnar eru svo mín verðhugmynd að hlutunum notuðum.

3. Það má athuga það að sleppa einstaka leikjum úr pakkanum og lækka þannig verðið á honum en ég geri þá kröfu að a.m.k. fjórir leikir séu keyptir með vélinni. Ég nenni ekki að standa í því að selja sex staka leiki eða eitthvað álíka. Þetta fer þó einnig eftir því um hvaða leiki er að ræða (t.d. er mun auðveldara fyrir mig að selja Mass Effect stakan en Dead Rising sem er nokkuð eldri leikur). Komið einfaldlega með ykkar tillögu - ég segi þá í versta falli nei

4. Samþykktir greiðslumátar eru seðlar eða rafrænt góðgæti í bankann minn (millifærsla í netbanka). Hef ekki áhuga á skiptum á öðrum vörum, vöruúttektum, innleggsnótum eða mansali.

5. Tek það einnig fram að ég sendi ekki í póstkröfu einfaldlega vegna þess að ég treysti Póstinum ekki fyrir slíkri upphæð eftir klúður sem ég lenti í hjá þeim. Ef þið búið úti á landi og hafið brennandi áhuga á þessum pakka verðið þið einfaldlega að millifæra á mig fyrirfram (líkt og flest viðskipti fara fram á netinu hvort eð, til að mynda á eBay). Kaupandi greiðir þá að sjálfsögðu allan sendingarkostnað, kostnað fyrir tryggingu, kostnað fyrir umbúðir og annað slíkt sem gæti komið til.

6. Ég er staðsettur í vesturbæ Reykjavíkur.


GameCube:
—————

Fjólublá GameCube ásamt einni fjarstýringu
Nintendo RGB kapall
59 block minniskubbur

Super Mario Sunshine
Resident Evil: Remake
Resident Evil: Zero
Resident Evil 4 (NTSC útgáfa, þarf að redda Freeloader svo hann sé spilunarhæfur)
The Legend of Zelda: The Wind Waker Limited Edition (Ocarina of Time og Ocarina of Time Master Quest aukadiskur)

Veit vel að Wii er málið í dag en ég treysti á það að einhverjir safnarar séu þarna úti.

Tilboð óskast!