Það fer ekki á milli mála að Tony Hawk leikirnir séu bestu hljólabrettaleikirnir á markaðnum í dag. Það er ekki liðinn mánuður síðan Tony Hawk´s Pro Skater 3 kom út og núna nýlega gáfu Activision frá sér upplýsingar um næsta leikinn í seríunni. Hann mun halda gamla nafninu, hafa sömu leikspilun, alvöru atvinnumönnum o.s.fv. Leikurinn kemur út árið 2003.
Larry Goldberg forstöðumaður Activision segjist láta Neversoft nýta kraft leikjatölvana til fulls og gera eitthvað öðruvísi. Leikurinn kemur á öllum hefðbundnu leikjatölvunum og GBA.
Nú er gott að vita hvernig hægt væri að fullkomna núverandi leik. Það væri frábært ef að netspilun væri hægt á öllum leikjatölvunum.
Sjálfur elska ég þessa leiki og ég get ekki beðið!