Ég á hér 60g PS3 sem er eitthvað leiðinleg við mig núna það er að segja er með leik inní henni og þegar ég reyni að starta á henni þá kemur gult ljós og svo slekkur hún á sér og lætur rauða ljósið blikka.

Mér grunar að eitthvað sé að henni og var að pæla hvar maður á að fara með svona tölvu til að láta kíkja á hana.

Ég keypti hana í Elko, get ég farið með hana til þeirra til að láta kíkja á hana þar sem ég er með ábyrgð þar eða þarf ég að fara með hana eitthvert annað?

Bætt við 4. janúar 2008 - 22:53
Einnig er leikurinn fastur í henni þar að segja hún startar en slekkur á sér um leið þannig að ég næ ekki leiknum út ef þetta er ekki komið í lag á morgun mun ég líta svo á að hún sé biluð og þurfi viðgerð.
—ShitHappens———————————————