Ég er búinn að bíða alltof lengi eftir þessum Assassins Creed leik. Loksins keypti ég hann og er búinn að spila hann í dálítinn tíma. Ég fékk næstum fullnægingu þegar leikurinn var að byrja, ótrúlega flott og lofaði góðu.
Ég byrjaði þetta og gerði nokkur mission, svo enn fleiri mission, öll ótrúlega lík en ég héllt að þetta væri bara byrjunin, að þetta yrði eftir að verða erfiðara og svona, en núna er ég búinn að vera að spila leikinn í 2 daga og ég hef áttað mig á því að ég hef verið að gera það sama síðan í byrjun.
Bardagakerfið er líka ótrúlega leiðinlegt, það er eiginlega bara frekar kjánalegt að berjast við kallana, þeir stoppa í miðjum bardaga og það er eins og þeir viti ekki hvað þeir eiga að gera og það kemur vandræðaleg þögn og engin ræðst á mann þangað til að einn kall ákveður að slá mann einusinni… en þá ýtir maður á einn takka og maður er búinn að slátra honum, á töff vegu samt, þetta gerir maður þangað til maður er búinn að drepa alla, klára missionið og fara í næsta mission og gera það sama… nema þegar maður þarf að hlaupa á hestinum í næstu borg og fylgja pirrandi korti og enda alltaf með því að taka vitlausa beygju.
Svo er enn meira pirrandi þegar maður þarf að fara að sofa… leiðinlegt og tilgangslaust.

Endilega láta mig vita ef að leikurinn batnar eftir fyrstu 20 missionin, ég nenni ekki að spila hann lengur ef þetta heldur svona áfram.