Þetta er svona leikur eins og maður spilar í spilakassa í keiluhöllinni og í leiktækjasölum sem þú færð þrjú líf og átt að drepa kalla út um allt(sovna leikur með byssu sem þú skýtur niður til að hlaða), þú sérð aldrei kallinn þinn og þú flýrð sjálfkrafa á milli staða þegar þú hefur lokið að drepa alla kallana á ákveðnum stöðum.
Allavega ég keypti þennan leik í BT og ég hef aldrei orðið fyrir eins miklum vonbrigðum! mér finnst þetta ömurlegur leikur! Ég er búinn að reyna allt til þess að spila mission. Ég hef farið á æfingasvæði og klárað það og fengið einhvern stimpil og svo hef ég klárað allskonar próf..en nei ekkert gerist það er bara ekki hægt að spila mission! Ef einhver á þennan leik og skilur nennir sá hinn sami að senda mér skilaboð og segja mér hvað ég á að gera svo þessi leikur geri eitthvað annað hjá mér heldur en að safna ryki á gólfinu við hliðina á PS2 vélinni minni…eða vill einhver kaupa hann á c.a. 4000 kall (góð söluaðferð)
Svo í sömu ferð þá keypti ég Whole Nine Yards á DVD. Ekki nóg með það eftir að ég var búinn að prófa Silent Scope og varð fyrir miklum vonbrigðum smellti ég nýju DVD myndinni minni í tækið til þess að hressa mig og þegar leið á myndina þá byrjaði allt að hikksta! þá var myndin gölluð! seinni helmingur myndarinnar hikkstaði allur með 2 sek millibili. Svo tók ég diskinn úr og skoðaði þá var hann greinilega brotinn innan í, það voru svona ein stór rönd allan hringinn, svona brot rönd. Þegar ég kom í BT ætlaði að skipta, þá prufuðu þeir myndina og BAMM! ekkert hikkst. (þeir spiluðu þetta í svona 100.000 kr spilara) Þeir spurðu mig hvernig spilara ég ætti og ég sagði PS2 og að ég væri búinn að prófa þetta í 2mur tækjum. HA? sagði maðurinn: ,,Play Station! það er ömurlegur DVD spilari í PS2“. Og hann sagðist ekki geta tekið við honum því hann virkaði hjá honum í spilaranum! Ég spurði hvort hann myndi vilja prófa hann í PS2, NEI! ég vil það ekki. Þá sýndi ég honum brotið undir disknum og þá sagði hann: ,,þetta? þetta er bara ský, þetta er alveg eðlilegt” Þá var mér nóg boðið og fór út.
Svo hugsaði ég eftir á að það á að vera hægt að kaupa hvaða DVD mynd sem er og spila það í hvaða DVD spilara sem er án þess að hún hikksti, það stendur ekki aftan hvernig spilara þú þarft til þess að spila myndina, fyrir utan kerfin.
Mér fannst þetta ömurlegt!
kveðja,
Snorrioli

Ps: Áramóta heitið mitt er að versla aldrei aftur hjá BT, ekki einu sinni inneign í litla sæta síman minn.
<br><br>—————————————————————————————————————–
Snorri Ólafur
<p><a href=“mailto:snorrioli@visir.is”>snorrioli@visir.is</a></p