Eins og titillinn segir þá er spurningin “Fylgir Episode one með orange box?” Ég skil ekki alveg hvernig þetta sjálft virkar. Á netinu voru eitthvað 5 leikir, en framaná eru bara 3.

Vill svo til að ég hef ekki enn spilað episode one og ég held að það sé gáfulegra að gera það áður en að spila episode 2. Er þá ekki bara hægt að kaupa orange box og instala þeim báðum þaðan eða verð ég að downloada leikjunum í gegnum steam? :'(