Blue Dragon verð ég að telja mjög vanmetinn. Hann hefur verið að fá dóma á milli 7 og 8 á mörgum síðum og gamespot gaf honum 6!?
Ég var að klára 1 disk af þremur og ég hef ekkert annað en skemmt mér konunglega yfir honum. Ég á reyndar eftir að klára hann en ég get ekki séð fram á annað að hann enda jafnvel ef ekki betur en hann byrjaði.
Ég hef alltaf verið mikill Final fantasy fan og ég myndi segja að þessi leikur og vonandi lost odyssey sem kemur væntanlega í febrúar geti haft vel samkeppni við FFXIII og FXIII versus.
Þessir leikir eru held ég einnig nauðsinlegir microsoft í console stríðinu.
En svo að ég komi aftur að Blue dragon. Ef þú ert JRPG fan ekki láta þennan sleppa, hann er nokkuð öflugur.