Jæja smá “review” af Undying sem er að mínu mati einn skemmtilegasti 3dshooter sem ég hef prufað.

Þú ert írskur gaur að nafni Patrick sem svarar köllun vinar síns Jeremiah sem þarfnast hjálpar Patricks til að aflétta fjölskyldubölvun hans. Jeremiah er einn eftirlifandi af fjölskyldunni. Í æsku höfðu systkynin af forvitni haldið til “the isle of standing stones” og lesið einhvern særingargaldur, við það leystist úr læðingi þessi bölvun sem nú herjar á fjölskylduna. Jeremiah eins og áður sagði er einn eftirlifandi og er mjög máttvana og biður þig (Patrick) um að hjálpa sér. Patrick hefur honum lífið að launa þar sem Jeremiah bjargaði honum í stríðinu. Patrick hefur þá hæfileika til að sjá yfirnáttúrulega hluti með “scrying” galdrinum. Patrick heldur að setri Jeremiah´s sem er “huge” og drungalegt og ræðir við Jeremiah og verður Patrick fljótt var við bölvunina og er martröðin aðeins rétt að byrja.

Þessi leikur er “spooky” og hefur skemmtilegan söguþráð og ekki fallegan. Skemmtileg vopn í honum og galdrar sem þú lærir seinna meir. Þú getur hækkað galdrana um level með Amplifier powerup. S.s ekki einn afþessum heilalausu 3dshootemup leikjum. Prófið þennan ég gef honum 4.5 * af 5 mögulegum.<br><br>————————–
Við munum aldrei vita hina réttu leið,
Aðeins þá bestu.
————————–
-Crusader-