Ég fer til USA í lok sumars og var að spá í að fjárfesta í Playstation 3 þar í landi þar sem hún er mun ódýrari en hér á klakanum.

Eina sem ég var að velta fyrir mér hvort ég myndi lenda í vandræðum með leiki sem ég kaupi svo í hana hér heima? Er þetta svona eins og með PS2 tölvuna, Ameríka vs Evrópa?

Kom ekki PS3 fyrst út á Ameríkumarkað sem 40GB og svo kom hún seinna út á Evrópumarkað sem 60GB og aðeins endurbætt? Eru þeir sem sagt farnir þá að selja Evrópuútgáfuna í USA líka?

Hér er linkur á tölvuna gegnum bestbuy.com

http://www.bestbuy.com/site/olspage.jsp?skuId=8008489&st=ps3&type=product&id=1156202764702

Þetta er 60GB útgáfan…