Justin Lowe og Xbox 360 er ekki góð blanda.
Justin er núna með 12. vélina sína.
Hinar 11 hafa bilað af ólíkum ástæðum.
Samt gefur hann Microsoft góða einkunn
.

Við höfum heyrt magar sögur um viðskiptavini sem hafa fengið vonda þjónustu eða verið óheppnir þegar þeir hafa sent tæki sín í viðgerð, en sagar um Justin Lowe hefur vinninginn. Hann hefur afrekað það að fá heilar 11 Xbox 360 sem virka mest í mánuð. Red Ring og Dead.

Justin Lowe keypti sína fyrstu Xbox 360 mánuði eftir að hún kom út. Síðan þess hefur hann fengið nánast allar þær villur sem Xbo360 getur fengið. Þrisvar hefur vélin hætt að virka, sem lýsir sér í því að hann fékk hið óþekkta ”red ring of death” (ljósið á tölvunni byrjar að lýsa rautt í stað grænt) tvisvar hefur dvd-drifið bilað, tvær vélar voru ónýtar við afhendingu, nokkrar voru með hljóðvanda mál og samkvæmt Justin þá hefur en sprungið. Hann er núna með sína 12. Xbox 360.

Þegar þriðja tölvan hans fór í sundur og Justin hringdi í Microsoft, gaf þjónustuborðið það upp að hann ætti að athuga rafmagnið í húsinu. Þrátt fyrir að pabbi Justins vinnur sem rafvirki og engin önnur tæki hafa bilað þá fékk fjölskyldan anna rafvirkja sem staðfesti að allt væri í lagi.

Það sem er merkilegast með þessa sögu er að Justin er ekki bitur við Microsoft.

Honum þykir þeir hafa staðið sig vel og gefur þeim 8/10 þegar kemur að notendaþjónustu.

Fyrir þá sem
trúa ekki að þessi saga sé sönn þá er til upptaka milli Microsoft og Justin sem sannar sögu Justins.

Meira um þetta á:1up.com