Langaði bara að vita hvort að einhverjir fleiri eru búnir að vera að lenda í vandamálum með HDMI í DVI í PS3 tölvunni sinni. Hjá mér virkar þetta í 30 - 120 mín og síðan dettur þetta út og það er eins og kapalinn sé ónýtur. Ef að ég plugga nýjum í samband virkar hann fínt í smá stund.
Ég er búinn að googla þetta og það er eitthvað um að fólk sé að lenda í þessu en ég finn enga lausn við þessu. Dettur ykkur eitthvað í hug?