Jæja, keypti mér Wii fyrir stuttu, fékk mér WarioWare Smooth Moves í leiðinni. Góður partíleikur og allt, ætlaði svo að skella mér í Ormsson og fá mér Mario Charged football leikinn. Var kominn í búðina og hugsaði með mér… langar mig í fótboltaleik? Hef ekki haft góða reynslu af fótboltaleikjum, sökka vanalega í þeim. Svo sá ég einn leik þarna í hillunni… Rampage. Ég man eftir að hafa spilað þennan leik dögum saman í Gameboy tölvunni minni og ákvað að kaupa hann (vissi ekkert um hann í rauninni fyrir utan upphaflega leikinn, þar sem maður leikur ofvaxin dýr sem eru að rústa borg og éta fólk.) Þannig ég ákvað að kaupa hann. Bað um poka, gaurinn í ormsson setti þetta í poka fyrir mig. Svo fattaði ég eitt þegar ég kom heim, að það var engin kvittun. Las um leikinn á netinu, fékk 4-5 á flestum síðum. Og ég hugsaði bara… krap. Ábyggilega ágætt að spila hann í multi. Ákvað að opna hann, gat náttla ekki skilað honum.
Hafði engar rosalegar væntingar. En þessi leikur…. var djúpt undir öllum mínum væntingum. DJÚPT. Hef aldrei spilað verri leik!
Grafíkin er á borð við Playstation 1 leik (já, þó þetta sé Wii, þá eru margir leikir sem líta helvíti vel út, t.d. Zelda Twilight Princess).
Controlin voru ömurleg, og þetta var 2-D LEIKUR! En grafíkin í… 3-D? Cheap-ass leikur sem á ekki skilið að vera í sömu hillu og Zelda og Prince of Persia. Hann ætti að vera með Warning merki framan á sér.
En jæja. Veit ekki hvort ég ætti að brenna leikinn eða henda honum niður af kletti.
Takk fyrir mig.