Konami Japan opnaði í dag sérstaka vefsíðu í tilefni 20 ára afmæli Metal Gear seríunnar:

METAL GEAR 20th ANNIVERSARY SPECIAL SITE

Þá ætlar Konami að gefa út sérstakar 20 ára afmælisútgáfur af öllum Metal Gear leikjunum á tilboðsverði. Leikirnir munu fást bæði stakir eða allir saman í einum afmælispakka. Útgáfudagur er 26. júlí næstkomandi í Japan:
http://www.konamistyle.jp/ecitem/item40296.html

Einnig verður gefinn út safndiskur með sérvöldum lögum:
http://www.konamistyle.jp/ecitem/item40348.html

Þar að auki eru á döfinni ýmsir afmælisviðburðir o.fl. en við fáum nánari upplýsingar af því síðar.

Ekki hefur verið staðfest hvort afmælisútgáfurnar muni innihalda áður óútgefið efni eða hvort þær munu verða gefnar út á Vesturlöndum.
Æfingin skapar meistarann