Upprifjun

Ég man sumarið 2002 þegar ég keypti Spider - Man: The Game leikinn. Ég var sjúkur í Spiderman svo ég var búinn að bíða talsvert. Video-ið kom á og ég var í sjokki yfir hversu raunverulegt þetta var (á þessum tíma). Leikurinn var uppáhaldið mitt á PS2 tölvuna mína í langan tima.

Spólum aðeins framm í tíman, árið er 2004 og frændi minn var búinn að kaupa sér PS2 sérstaklega til að spila Spider-Man 2 leikinn, ég hjálpaði honum auðvita allt það sumar og leikurinn var enn betri í þetta skipti. Nú fékk maður algjört frelsi og gat farið út um allt.


Ég er nú búinn ekki alveg búinn að vaxa upp úr liðuga, rauða og bláa kallinum svo ég bíð spenntur eftir að næla mér í eintak af Spider - Man 3 leiknum… Á PS3 SEM ÉG FÉKK!!! Haha ég var svo heppinn að fá hana í fermingargjöf svo það er mikill breyting á next-gen leikjunum.

Ég hef séð myndir og þær líta ótrúlega vel út, hef séð real-time og myndbönd og ég er mjög ánægður með útlitið. Spiderman hefur aldrei litið jafnvel út.

Aðalatriði

Það sem er búið að breytast er auðvitað graffíkin, hún er ótrúlega flott í real-time og alles, og myndavélin sem eltir Spiderman. Þegar hann sveiflar sér á hlið, beygir myndavélin örlítið til að gefa manni aðeins meiri “innlifun” ef það er orð. Það eru 10 söguþræðir og EINN þeirra er kvikmyndasögurþráðurinn svo það verður nóg að gera í sumar. Í þessum leik er meira verið að einbeita sér að vef-bardaga-kerfinu (úff), þar sem þú getur gert allskonar kúnstir með vefinum þínum (ekki bara togað vondukallana og sveiflað þeim).

Eins og allir vita verður Spiderman svartur á nokkrum köflum myndarinnar og það sama gerist í tölvuleiknum, bardagakerfið breytist eitthvað og þegar hann er svona svartur kemur nýr “mælir” á skjáinn sem heitir “ Rage Meter ”. Þegar þú er laminn, lemur eða bara ýtir á takkana á fullu hækkar mælirinn og þegar hann verður fullur verðuru “kúkú” og getur gert allskonar sprengju-brjálaðis dæmi. Svo verður hægt að fara “underground” þar sem lestirnar eru og labbað útum allt þar “ Below the city ” eins og er sagt í auglýsingunni. Svo er fullt af öðru drasli sem ég veit ekki af því leikurinn er auðvitað ekki kominn út.

Leikurinn og myndin koma úr 4.maí, leikurinn kemur á PS2, Wii, Xbox360, GBA og auðvitað PS3
Spliff, Donk og Gengja á aðeins 9999 krónur!