Ég er búinn að vera spá í að kaupa mér annað hvort ps3 eða xbox 360 og eftir það sem ég hef lesið (og hvaða leikir eru til á hvaða vél) þá er ég spenntari fyrir xbox 360. Og líka útaf því að það er hægt að kaupa HD DVD utanáliggjandi drif fyrir hana líka sem kostar held ég helmingi minna en venjulegur HD DVD spilari. Svo frétti að elite útgáfan af xbox 360 sé að koma í lok þessa mánaðar svo ég hugsa ég kaupi hana þegar hún kemur því hún er með HDMI tengi sem er víst betra uppá ef maður er með heimabíó og slíkt þó ég hafi ekki hugmynd um það? Veit einhver hvenær þessi elite útgáfa er væntanleg til landsins?