Jæja, eins og flestum langar mig dálítið í ps3.

Þá var ég að spá, ég á bara gamalt 20“ sjónvarp sem var svosem alveg fínt fyrir ps2 en ég myndi aldrei kaupa ps3 og nota á því sjónvarpi.
Ég sé ekki fram á að á næstunni að ég sé að fá mér betra sjónvarp.

Hinsvegar er ég með 24” widescreen Dell flatskjá (1920x1200)
Svo er hægt að koma HDMI í DVI tengi svo ég ætti alveg að geta spilað ps3 á þessum skjá.

Hefur einhver prófað það?
Er það að koma vel út
Nú er þetta náttúrlega frekar lítill skjár meðað við öll þessi sjónvörp, en hann hefur alveg upplausnina og gæðin.

Ætli maður geti ekki alveg spilað ps3 leiki í góðum fýling með svona skjá?