Ps3 er rosaflott tölva með háglans svörtum lit og speccarnir eru svaka flottir. Því miður er það ekki nóg!

Það muna allir eftir þegar Sony PSP kom á markað og maður hélt að þetta myndi þýða endalok DS, þessi tölva gat spilað tónlist, horft á bíómyndir með flottu umd diskunum og síðan gat maður skoðað myndirnar sínar og að auki var geggjað svalt interface.

Í dag er þessi vél að standa sig hörmulega illa, það vilja fá kvikmyndafyrirtæki styðja umd og leikirnir hafa ekkert verið til að kalla húrra yfir, flestir leikirnir sem hafa verið settir í psp eru ódýr port af ps2 leikjum og síðan má ekki gleyma hvað loading tíminn er “góður” í þessari vél.

Aftur á móti er Nintendo DS búnir að græða fullt af penge og fólki útaf hvað leikirnir eru góðir og hvað NDS er frumleg vél sem er gaman að hafa við hönd. Nintendo þurfti ekki láta DS vera multimedia maskínu, eina sem þeir þurftu að gera var að búa til góða leikjavél.

Með þessu vil ég segja að það verða leikirnir sem ráða örlögum Ps3 ekki að þessi tölva hefur blu ray drif og netvafra!

Ég er stoltur Xbox 360 eigandi og ég læt ekki Senu plata mig aftur að hirða af mér pening í eitthvað sem lítur voðalega vel út í fyrstu. Þið sem eruð að fara kaupa ykkur Ps3 núna, hugsið hvað þið getið gert fyrir þennan pening. Og ekki láta auglýsingar Senu hafa áhrif á ykkur og ekki hlusta á þennan fúskara sem heitir Ólafur Þór Jóelsson og er ábyrðarmaður fyrir dreifingu og innkaupum á tölvuleikjum fyrir Senu og þar að auki þáttastjórnandi gametivi sem er sýnt á skjá einum!

Hann Ólafur sagði á xbox360.is að hann reyndi vera hlutlaus þegar hann væri að stýra þætti sínum. Því miður getur hann ekki verið hlutlaus, því hann hefur hag og ábyrgð að hlutirnir sem hann er að kynna eiga að seljast, svo það er fáranlegt að þessi maður skuli og reyni að hafa gagnlega gagnrýni á tölvuleikjum og að auki hefur hann það forskot að kynna vörur frá Senu. Myndform og Ormsson eru að styrkja þennan þátt eins og Sena, en maður finnur samt hvað kynningar á vörum fyrir Playstation er miklu meira heldur en á hinum leikjavélunum og ég segi enn og aftur að þessi þáttur er ekkert annað en Promo fyrir Senu.


Ps: ég ætla að bæta við nýjustu sölutölum worldvide frá VGcharts og þær segja allt sem segja þarf!

Xbox 360: 9.56m
Nintendo wii: 5.84m
Playstation 3: 2.08m

Nintendo Ds: 38.96
Sony PSP: 20.75

Heimildir: http://www.vgcharts.org


Bætt við 21. mars 2007 - 04:56
Ég skrifaði eitt sem ég ætla að draga til baka og það er að kalla Óla fúskara. Svo ég afsaka þetta ljóta orð sem ég notaði!