Er nýtt og betra Xbox 360 væntanlegt?

Líklega hafa sumir verið að bíða eftir góðri ástæðu til þess að kaupa sér Xbox 360, og hver veit nema Microsoft gefi eina slíka bráðlega. Margir hafa kvartað sáran undan því hversu lítill harði diskurinn sem fylgir premium pakkanum er og aðrir hafa kvartað undan því að ekki að þótt vélin styðji núna fulla háskerpuupplausn (1080p) þá vanti enn HDMI tengi aftan á vélina.

Það hafa verið þrálátir orðrómar um að ný útgáfa af Xbox 360 sé í bígerð undanfarna mánuði sem inniheldur bæði stærri harðan disk og HDMI tengið og nú virðist sem eitthvað sé að skýrast í þeim málum. Fréttamiðlarnir 1UP og Game Informer hafa verið að skrifa um þetta mál undanfarna daga. Segir 1UP að ástæðan á bak við nýlegri lækkun Microsoft á viðmiðunartölum Xbox 360 sendinga út í heim sé að þeir séu að rýma fyrir nýju módeli. Game Informer gekk lengra í þessu máli og fékk staðfestingu frá nokkrum söluaðilum vestanhafs um að nýr pakki sé væntanlegur 1. maí næstkomandi.

Þetta nýja Xbox 360 módel á að innihalda 120GB harðan disk og HDMI tengi og á að kosta 479,99 dollara, en það er um 20 dollurum minna en PS3 með 20GB hörðum disk kostar úti. Þannig munu Microsoft finna sér höggstað á andstæðing sínum og hugsanlega nappa til sín kúnna sem áður höfðu verið að spá í PlayStation.

Lítið hefur þó heyrst af því hvenær þetta nýja módel kemur til Evrópu. Microsoft hafa reyndar sjálfir neitað að tjá sig um þetta mál og vilja ekkert staðfesta í þessum efnum. Ef þetta reynist rétt munum við líklega heyra meira á næstu mánuðum.


Heimildir blog.central.is/gametivi