Ég sótti Donkey Kong fyrir SNES um daginn á Virtual Console fyrir Wii tölvuna mína og tengdi GameCube fjarstýringu við til að spila hann… En leikurinn er alveg óspilandi því það er búið að rugla tökkunum!

Skoðið þessa mynd á meðan þið lesið hér fyrir neðan: http://i.frazpc.pl/pliki/2002/artykuly/art261/gamecube_controller.jpg

Til þess að hoppa, ýtir maður á B, en til þess að hlaupa, þá þarf maður að halda inni Y (!)… Það er einfaldlega ekki hægt nema að vera með vísifingurinn á Y takkanum og hoppa svo með þumalfingrinum í stað þess að geta notað þumalinn í bæði (en það er ekki hægt á GameCube fjarstýringunni því að C-pinninn er fyrir).

Takkarnir heita það sama á SNES fjarstýringunni, en þar var Y hnappurinn lengst til vinstri og B hnappurinn var hnappurinn niðri —> http://www.nintendo-europe.com/NOE/images/system/big/snes_controller.jpg

Leikurinn er óspilandi svona… Er hægt að breyta þessu eitthvern veginn (ég er búinn að gá sjálfur og finn ekkert).