Svo virðist sem nýr Zelda sé á leiðinni! sem sagt sér Wii leikur

Nýr Zelda í vinnslu - Phantom Hourglass tefst
14. desember 2006 03:00 - Tegund: Fréttir
Svo virðist vera sem Nintendo hafi ekki tekið sér neina pásu hvað varðar Zelda eftir að vinnslu á Twilight Princess var lokið. Í nýjasta hefti Game Informer kemur fram að nýr Zelda, sérstaklega gerður fyrir Wii, er þegar kominn á gott skrið í herstöðvum Nintendo… og hefur verið í vinnslu í ár!

Eins og flestir vita þá er Twilight Princess í raun ekki Wii leikur, heldur GameCube leikur með Wii stjórnun og segir Shigeru Miyamoto, helsti leikjaheili Nintendo, að Twilight Princess sé síðasti Zelda leikurinn eins og við þekkjum þá. Næsti Zelda mun hinsvegar verða algerlega fyrir Wii, bæði stjórnunarlega og grafíklega en nú verður afl vélarinnar nýtt almennilega.

Tekið er fram í greininni að nýi Zelda gæti endað í Wii vélunum okkar fyrr en okkur grunar, þá er nú líklegt að það verði ekki á næsta ári. 2008 er talið líklegra, en þó má telja víst að það líður ekki að löngu þangað til við sjáum skjáskot úr honum og jafnvel myndbönd. En gefum nú Nintendo þann tíma sem þeir þarfnast til að gera leikinn, Twilight Princess var að lenda og því nóg af skemmtilegheitum fyrir okkur Zelda áhugafólkið.

En þá að Phantom Hourglass fyrir Nintendo DS, sem er framhaldið af Wind Waker sem kom út á GameCube hér um árið. Leikurinn hefur gengið í gegnum mikla endurhönnun frá því E3 í maí síðastliðnum og hefur honum nú verið frestað til október á næsta ári.

tekið af www.nintendo.is

Biðst afsökunar ef þetta hefur komið áður en ég hef ekki séð neitt um þennan leik hér.
You can't hold no groove if you ain't got no pocket!