Eftirfarandi texti er tekinn af mbl.is

Xbox og GameCube ekki sagðar hafa roð í PS2


mbl.is/Jim Smart
PS2 er sögð munu bera höfuð og herðar yfir Xbox og GameCube.


Búist er við því að PlayStation 2 verði mest selda leikjavélin fyrir jólahátíðina í Bandaríkjunum og muni slá út í sölu þær tvær leikjavélar, GameCube og Xbox, sem eru væntanlegar á markað þar í landi í næsta mánuði. Haft var samband við 25 stórar leikja- og myndbandaverslanakeðjur í landinu til þess að kanna hvaða leikjavél yrði vinsælust fyrir hátíðirnar, ef marka má skýrslu PlayDate. Sala á Xbox hefst 15. nóvember og GameCube fer í sölu þremur dögum síðar í Bandaríkjunum. Sala á PS2 hófst í nóvember á síðasta ári, en seldist upp á skömmum tíma og var ekki til í verulegu magni fyrr en í upphafi þessa árs, að því er fram kemur á vef Reuters.

Samkvæmt skýrslunni er búist við því að leikurinn “Metal Gear Solid:2 Sons of Liberty”, frá Konami fyrir PS2, verði vinsælasti tölvuleikurinn. Tveir leikjaframleiðendur eru sagðir bera höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur á lista yfir þá 10 leiki sem eru álitnir vinsælastir. Það eru Nintendo, með fjóra titla, og THQ, sem verður með þrjá titla. Enginn af tæplega 30 titlum sem verða settir á markað fyrir Xbox-leikjatölvuna kemst á lista yfir 10 vinsælustu leikina. Þá kemur fram í skýrslunni að vinsælasti leikurinn fyrir einmenningstölvur (PC) verði “The Sims Hot Date” frá Electronic Arts.
<br><br>————————————————————
Hér er ég,
um mig,
frá mér,
til mín.

Sphere