Það virðist alveg sama hvar Wii fer í sölu, hún selst alltaf upp. Nýlega færðum við ykkur þá frétt að Bretar hefðu keypt 50,000 vélar á einungis 12 klukkustundum, en það var bara byrjunin.


Það ætti að gleðja aðdáendur að háar sölutölur halda áfram berast frá höfuðstöðvum Nintendo. Því nú hefur Mario fyrirtækið staðfest að 350,000 Nintendo Wii leikjatölvur hafa selst um alla Evrópu síðan vélin kom út síðastliðinn föstudag. Það hefur engin leikjatölva selst jafn hratt
————————————————–