Afhverju ætti ég að kaupa Wii ef að hinar 2 eru öflugari?

Bætt við 1. desember 2006 - 20:27
Slökum á sumir að fara í vörn hérna… Þetta er ekki eitthvað bögg eða neitt. Ég er að pæla í að kaupa Wii. En málið er að Grafík skiptir mig mjög miklu máli. Þannig að ég er að spyrja hlutleisislega hvað Wii hefur upp á að bjóða til að bæta fyrir að hinar tvær vélarnar yfirbjóða hana í grafík og afli.

Ef það eru að koma betri leikir, hvaða þá? og afhverju eiga þeir að vera betri en þeir sem koma í PS3 og Xbox?

Ef gameplay er betra, afhverju? og geta hinar ekki jafnað það?

ps. Ég er með glænýja PC sem tekur Oblivion í þvingandi hæsta og fer frekar létt með það, þannig að það er ekki vandamálið.