Ég kom við í BT Skeifunni í dag og þar sá ég hlut sem gladdi mig. NGC Magazine (fyrrum N64 Magazine). Þetta er ekki frásögufærandi (fyrir utan að Nintendo blöð eru ekki alltaf til) nema hvað að með blaðinu fylgir GameCube video spóla. Ég auðvitað var ekki lengi að hugsa málið (hugsaði ég málið?) og keypti blaðið og fór heim og horfði á spóluna. 20 mínútur af sýnishornum úr NGC leikjum: Luigi´s Mansion, Super Smash Bros. Melee, Metroid Prime, Starfox Adventures: Dinosaur planet, Galleon, Eternal Darkness, Pikmin, Kameo: Elements of power, NBA Courtside, Waverace: Blue Storm og eitthvað fleira, getur verið að ég sé að gleyma einhverju. Þetta eru videoin sem eru á netinu (cube.ign.com) en bara full screen og sum videoin eru augljóslega stækkuð og verður því aðeins choppy og framrate loss, en ekkert serious, nóg til að skoða :) Fyrir Nintendo loyals og þá sem vilja sjá meira af GameCube, reddið ykkur blaðinu og spólunni. Must have!
Þetta er undirskrift