daginn, mig langaði bara að deila með ykkur þessum snilldar fítus sem ég var að mixa fyrir xbmc-ið mitt. Þetta gerir manni kleift að horfa á tugi sjónvarpsstöðva á borð við Fox, NBC CNN HBO og margar fleri stöðvar gegnum xboxið.

Fyrsta sem maður þarf er TVUPlayer spilarinn sem hægt er að ná í á http://www.tvunetworks.com/

Það kannast kannski margir við þennan spilara frá því í sumar því að margir horfðu á HM í gegnum hann til að sleppa við að borga sýn ;)

En til að streama frá spilaranum yfir í xboxið þarf ekki að gera annað en að búa til .strm fæl sem að inniheldur ip töluna þína og port 8901. T.d. http://192.168.1.1:8901

Svo er spilarinn opnaður í pc tölvunni og þegar stöðin er búin að tengjast er .strm fællinn opnaður í xbmc og stöðin byrjar að streama nokkuð hnökralaust (hjá mér amk). Svo til að skipta um stöð þarf að stoppa fælinn í xbmc, skipta um stöð í pc og starta svo streaminu aftur.

Ég veit ekki hvort það viti allir af þessu en ég varð bara að deila þessu trikki með ykkur því að það er frekar sweet að geta horft live á nýjasta prison break eða simpsons live í sjónvarpinu á sama tíma og úti í BNA ;)

takk fyrir og njótið..

Bætt við 13. september 2006 - 20:52
ath ef það er einhver ruglingur í gangi þá er það lan ip talan sem á að nota en ekki internet ip talan.