Rockstar Games hafa tilkynnt að Grand Theft Auto: Vice City Stories verði gefinn út í haust á PSP. Leikurinn er gerður af Rockstar Leeds í samvinnu við Rockstar North, Grand Theft Auto: Vice City Stories verður gefinn út aðeins á PSP og verður gefinn út 20. október í Evrópu.

“Velgengni Liberty City Stories á PSP var ótrúleg,” segir Sam Houser, stofnandi Rockstar Games. “Hin ótrúlega tækni sem PSP tölvan býr yfir hefur gert okkur kleift að framkvæma hluti sem við höfðum ekki talið hægt á handtölvu og við erum mjög spennt yfir því að geta fært aðdáendum Grand Theft Auto enn og aftur slíkan leik. Með Grand Theft Auto: Vice City Stories ætlum við okkur að fara fram úr öllum væntingum sem áður hafa verið gerðar til leikja á handtölvum, leikurinn mun innihalda nýjan söguþráð og spennandi spilun í klassísku umhverfi.”

”Samstarf okkar við Rockstar Leeds hefur verið mjög gott,” segir Leslie Benzies, Forstjóri Rockstar North. “Í sameiningu höfum við getað búið til leik á PSP án nokkurra málamiðlanna, við höfum ekki aðeins haldið í sýn okkar á hvernig gera eigi slíka leiki, heldur höfum við farið fram úr væntingum okkar um hvað hægt væri að gera á handtölvum. Grand Theft Auto: Vice City Stories mun verða spennandi fyrir aðdáendur og mun hann vekja hrifningu PSP eigenda sem aldrei fyrr.”

”Við erum mjög stolt af því sem við höfum náð að áorka í samvinnu við Rockstar North þegar við unnum að Grand Theft Auto: Liberty City Stories,“ segir Gordon Hall, Forstjóri Rockstar Leeds. ”Með því að hvika aldrei frá þeim gæðum sem GTA serían býr yfir og með því að fara fram úr væntingum aðdáenda með hvað við getum gert á handtölvum, er ljóst að Grand Theft Auto: Vice City Stories mun setja nýja staðla í gerð PSP leikja.”

Grand Theft Auto: Vice City Stories er nýr leikur í Grand Theft Auto seríunni, með glænýjum söguþráð, nýjum verkefnum og spilun sem hefur ekki sést áður á handtölvum. Grand Theft Auto: Vice City Stories inniheldur gagnvirkt og opið umhverfi Vice City, þar sem þekktir leikarar sjá um að tala fyrir persónurnar, fjölbreytt tónlist hljómar og há framleiðslugæði njóta sín.