Hann er æðislegur, hann hefur sjarmann af arcade leikjunum en er í þessum eðal next-gen útlits-gæðum.
Hef spilað hann aðeins online en aðallega hef ég tekið multiplayer heima með vinum og hann skín þar.
Multiplayer sjarmurinn við leikinn felst í því að hver sem er getur gripið í controllerinn og byrjað að spila, og ekki líður á löngu þar til fólk byrjar að skjóta skemmtilegum komments á hvorn annan á meðan maður er að spila hann sem er auðvitað hrein snilld.
Fight Night og Table Tennis eru svona þeir helstu leikir sem eru dregnir fram þegar fólk kíkir til manns í öl. Ég reikna með því að hann nái uppí svipaða skemmtun gegnum netið en auðvitað er skemmtilegast að spila við fólk sem maður þekkir og hvað þá að geta haft það við hlið sér til að sjá svipinn á þeim þegar maður slammar boltanum framhjá þeim eða til að reyna að afsaka sig skömmustulega þegar maður klúðrar einhverju.
Er alveg sammála þér með að hann sé svona “fresh” tegund af leik. Nokkurskonar blanda af hefðbundnum tennis leik og einhverjum bardagaleik eins og Tekken.