AF MBL.is
Tölvur og tækni | 06.09.2001 | 17:42

Xbox seldist upp á hálftíma í forsölu á Amazon
Mikill áhugi var fyrir forsölu Amazon-netverslunarinnar á Xbox-leikjatölvunni frá Microsoft í gær. Vélin seldist upp á hálftíma en önnur forsala fer fram á Amazon 11. september. Xbox kemur ekki á markað fyrr en síðar á árinu og verður afhent 8. nóvember. Ekki er greint frá því hve margar tölvur Amazon hafi haft yfir að ráða, að því er fram kemur á vefsíðunni Peasy.dk.

Þeir sem fjárfestu í vélinni á Amazon þurftu að reiða af hendi um 50 þúsund ísl. krónur fyrir svokallaðan “Value Pack”. Í pakkanum var tölvan, leikur og stýripinni. Vélin sjálf var hins vegar seld á um 30 þúsund krónur. Búist er við að vélin komi á markað í Bandaríkjunum í nóvember en hún verður seld í Evrópu á næsta ári.
Xbox360 Gametag: Shmeeus