þessari grein ætla ég að tala um 10 bestu leiki sem ég hef spilað. Ég ætla að veita þeim Sphere´s Hall of Fame orðuna.


1. The Legend of Zelda Ocarina of Time: (N64)

Þetta er besti leikur sem ég hef spilað, þvílík upplifun var þessi leikur fyrir mér. Ég hafði aldrei spilað svona góðan leik áður. Þetta var fyrsti leikurinn sem ég keypti mér fyrir minn eigin pening. Frelsið var svo mikið maður upplifði einfaldlega annan heim, ég var orðinn einhver allt annar í öðrum heimi.


2. Super Mario World (Super Nes)

Ég spilaði þennan leik í heilt ár þegar að ég var lítill gutti. Fyrsti tölvuleikurinn minn var bara hreinasta snilld. Þessi leikur kom út í þá daga þegar að fólk hugsaði einfaldlega bara út í gameplay.

3. Mario 64: (N64)

Þetta var hreinasta bylting á console markaðnum. Risavaxinn borð og allt. Ég hafði aldrei fengið svona mikið frelsi í tölvuleik. Maður gat klifrað lengst í burtu upp á fjall og horft síðan niður á allt borðið. Þetta var ein skemmtilegasta upplifun sem ég hef upplifað.


4. Resident Evil 2: (N64)

Ég frétti að þessi leikur hafði verið sá hræðilegasti í seríunni og auk þess bauð hann upp á FMV á N64 vélinni. Ég keypti hann og gat bara ekki stoppað. Ég kláraði hann á viku.


5. Perfect Dark (N64)

Þetta er besti fps leikur sem ég hef nokkurn tíma spilað. Maður lék flotta konu í tölvuleik sem átti að komast að samsæri gegn mankyninu. Þetta er ómissandi leikur.

6. Gran Turismo 3: A-spec (PS2)

Ég hafði aldrei áður verið voða hrifinn af bílaleikjum fyrr en ég keypti þennan. Þegar maður sjálfur getur valið bíl sem manni líst best á og ef maður safnar fyrir honum þá áttu hann skilið.
Ég er ekki nærðum því búinn með leikinn en nú er aðalbíllinn minn
Dodge Viper GTS. Kaupið þennan!

7. SSX (PS2)

Ég hafði aldrei prófað svona góðann snjóbrettaleik. Ímyndunaraflið gerði þennan leik svo mikið betri en Cool Boarders. Þessi leikur býður upp á eina bestu grafík á PS2 tölvunni í dag.

8. Super Mario Kart (Super Nes)

Þetta er einn af þeim leikjum sem notaði Mode-7 sem er eins konar grafík sem á að líkjast 3d sem mest. Ég hafði aldrei prufað svona góðan racerleik á þessum tíma. Góð hugmynd+frábært gameplay= Must buy. Leikur sem enginn má gleyma.

9. Legend of Zelda: Majora´s Mask (N64)

Ég beið eftir þessum leik í 2 ár og svo loksins fékk ég hann í hendurnar. Hann var svo mikið öðruvísi en forverinn. Þessi leikur hafði ekki þessa klassísku hugmynd, heldur eitthvað nýtt.

10. Wave Race 64 (N64)

Þegar að ég sá þennan leik fyrst þá hafði ég aldrei séð svon flotta vatnseffecta. Þessi leikur var fyrstur sinnur tegundar og á skilið sæti í Sphere´s Hall of Fame.

Jæja þetta er búið. Í framtíðinni breytist örugglega listinn þegar að nýjir leikir láta sjá sig.

Takk fyri