Ég er mikið að spá í því að kaupa mér Xbox360 frekar en PS3. Ég átti ekki Xbox, aðeins PS2 en er að snúast núna í átt að Xbox. Verðið á PS3 er ekki að heilla mig, sérstaklega þar sem stór hluti af verðinu er fyrir e-ð sem nýtist mér ekki baun, þ.e.a.s. Blu-Ray. Ég er ekkert að fara að kaupa mér rándýrt HD sjónvarp á næstunni og græði því voða lítið á Blu-Ray. Svo langar mig mjög mikið að spila next gen Pro Evo og hann kemur bara á Xbox360 í haust.

Það eina sem ég hef áhyggjur af er lítill stuðningur við tölvuna á Íslandi af verslunum. Miðað við heimasíður Elko og BT er úrval af leikjum á tölvuna mjög lélegt. Það er nánast ekkert til í Elko og leikir eins Tom Clancy's Ghost Recon Advanced Warfigther og Table Tennis eru ekki til í BT. Ég yrði ekki sáttur ef leikir sem ég hef áhuga á koma ekkert í búðir hér á landi. Ég veit að það er t.d. hægt að kaupa þá á Play.com en það er bara alltof dýrt þegar búið er bætast við tollur og vsk.

Það er öruggt að stuðningur við PS3 á eftir að verða mjög góður, enda Skífan umboðsaðili fyrir hana og BT er undir sama hatti. Það er því spurning hvort að það borgi sig hreinlega ekki til lengri tíma litið að fá sér PS3 fyrst að maður býr á þessu skeri?
jogi - smarter than the average bear