Sælir meistarar,
ég hef verið að lenda í endalausu laggi þegar ég er að spila nýja Fifa leikinn á XboxLive. Hef verið að spila Fight Night og Nba Live alveg snurðulaust á netinu, en þegar ég er í fifa þá er laggið gígantískt. Ég er með (helv) speedtouch frá símanum, 6mb tengingu og er með tölvuna tengda með kapli, ekki þráðlaust. Vitiði til þess að fifa serverinn sé eitthvað slakur? Hef keppt við c.a. 20 keppendur á tveimur dögum og allir leikir hafa hökkt svo ég veðja á að vandamálið liggi hjá mér.