Nú var ég að kaupa mér Oblivion Collectors Edition á Xbox 360 og lendi í smá vandræðum. Þar sem þetta eru ekki þau fyrstu er best að ég byrji bara á byrjun.

Ég keypti mér fyrir ekki löngu Xbox 360 Core vél í BT. Með henni keypti ég einungis minniskubb og Condamned leikinn.

Í Condamned leiknum gengur allt vel þangað til að ég festist í leiknum, eina mögulega leiðun sem ég sá út var í gegnum lyftu sem ég hafði opnað en um leið og ég geng inn í liftuna byrtist “Press a to go to ***” en hverfur samstundis, ég get ekki gert neitt þegar ég stend fyrir framan lyftu takkana, ekkert virkar. Svo sé ég þetta hjá félaga mínum honum Aage, stjórnanda hér, gert og hjá honum virkaði allt þarna. Sem sagt bara einhver galli hjá mér. Ég hef semsagt ekki getað spilað leikinn og á eftir að fara og spyrja þá út í BT um þetta. Mögulega skipta disknum.

Núna set ég Oblivion í vélina og hún segir starx að hún þurfi að uppfæra til að spila leikinn. Ég hef strax smá áhyggjur því ég er ekki nettengdur á Xbox vélini minni en fannst hálf asnalegt að þurfa að tengjast netinu til að spila Single Player leik á leikjatölvu. Hún byrjar að uppfæra og er ekki lengi að verða hálfnum með update'ið þegar hún restartar sér. Ég hugsaði með mér að þetta hefði bara gengið fyrir sig svona snöggt.
Svo byrjar leikurinn og öll myndbönd lagga í honum, aðallega sdamt að hljóðið dettur út svo ég tékka hvort allt sé ekki vel í sambandi aftaná sjónvarpinu. Allt í fínasta þar. Svo kem ég í menuið á leiknum og allt gengur smoot þangað til að inroið byrjar og þá alggar leikurinn. Myndin, hljóðið… allt frekar leiðinlegt, enda að lagga!

Ég sprett upp í reiði minni og slekk á tölvuni og fer að bölva þessari rusl tölvu í ösku. Róa mig og skrifa þennan vonandi fína póst.

Getur einhver sagt mér hvað í fjandanum sé málið? Drasl vél sem ég fékk? Báðir diskarnir ónýtir?
Ég er allavega ekki sáttur og munu BT heyra frá mér bráðlega.