Hérna er eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og fræðandi, vona að ykkur líki. Maður verður að sýna sig eftir heiðurinn sem mér var veitt áðann af Killerade ;) Ég hef mikin áhuga að sjá Xbox samfélagið vaxa meira hérna á klakanum. Ef ég fengi að ráða væri náungi á GameTv sem sæi um að Xbox fengi sanngjarna umfjöllun. Það er ömurlegt hvernig þessi þáttur sem er auðvitað bara málpípa senu kemur fram við Xbox og Xbox 360. Miðað við að dóttur fyrirtæki Sendu Bt er að selja vörur, leiki og vélar frá Microsoft er þetta frekar vitlaust. Ég skil líka ekki í þessum svo kallaða umboðsaðila Tölvudreifingu að reyna ekki að auglýsa eitthvað og vekja áhuga hjá fólki. Það eru margir snilldar leikir komnir út á Xbox-1 og fleiri jafnvel á leiðinni þrátt fyrir að ný vél sé kominn. Hvað þá síðan með hvað árið 2006 mun færa Xbox-360! Eins og t.d 99 Nights, Gears Of War, Dead or Alive4(Pressure ég veit að hann kom tæknilega séð út í lok Des í Japan og Usa ;)Forza Motorsports2, Jade Empire2, Pro Evo 6(Vonandi með nýrri grafíkvél)Spilinter Cell4, Knights of the old Republic3(Pretty plz takk fyrir),Elder Scrolls -Oblivion(Leikurinn sem ég er lang spenntastur fyrir), The Outfit, Alan Wake, Football Manage 2006, Dead Rising og að lokum í þessari talningu Burnout Revenge 1.2 eins og ég vill kalla hann :) Ef fólk vill inside fréttir og góð tips mæli ég sterklega með http://www.majornelson.com þetta er podcast hjá gaur sem vinnu hjá Xbox Live. Hann er oft með fréttir úr innsta hring, viðtöl við t.d gametesters eða forritara úr leikjum sem eru komnir út eða eru á leiðinni. Hann var líka með snilldar blogg fyrir stuttu þar sem gamerankings og stjörnunar voru útskýrðar og hvernig hegðun spilara hefði áhrif á það. Það er hægt að fá þessi blogg í mp3, wma eða iTunes. Ég mæli með wma, sem er flott að nota með wmp10. Það er inní blogginu þannið ef hann minnist á www.xbox.com þá opnast vafrari á það sem hann er að tala um til að benda á eitthvað ákveðið. iTunes útgáfan er líka mjög góð og ég nota hana mikið.

Önnur síða til að skoða er http://xbox360achievements.com Gott fyrir þá/þær sem eru obsessd að ná sem mestu úr gamepoints í hverjum leik. Fín síðan sem virðist ætla að batna með tímanum.

Og svona í lokin fyrir þá sem eru að spila Geometry Wars: Retro Evolved þá mæli ég með að þið skoðið þetta http://www.bizarreonline.net/forum/viewtopic.php?t=9867 þetta er þráður þar sem bestu spilararnir á Live eru að tala um leikinn og gefa tips og þarna er líka vídeó skrá af gaur sem var að ná öðru sæti með 4.191 miljón stig. Gott að skoða þetta ef maður vill bæta sig í þessum snilldar leik.
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3