Eins og flestir þá eru FIFA frekar vinsælir leikir og hafa selst mikið. Enn eins og allir vita þá eru flestir FIFA leikirnir MJÖG svipaðir og eru gefnir út ár eftir ár án mikilla breytinga í leikjunum, alla vega varðandi gameplay og eru flestir farnir að tala um “update” í staðinn fyrir nýjan leik. Ég og örugglega fleiri látum okkur nægja að kaupa einn, þangað til eitthvað breytist eins og núna. Þeir hjá EA sports hafa tilkynnt að þeir ætli að gera stórar gameplay breytingar á leikjunum, og eru alveg að endur-uppfinna allt gameplay-ið. Þannig að þið meigið búast við nýju sendinga kerfi og jafnvel stór breyttu skot kerfi og tæklingum, einnig lofa þeir að breyta gervigreindinni heilan helling og að hvernig liðið spili. Þetta eru stórar fréttir fyrir FIFA aðdáendur um allan heim, þó ég sé ekki FIFA aðdáandi langaði bara að segja ykkur þetta :)