Veit nú ekki hvort það séu margir hérlendis sem eru með X360 NTSC, sem sagt keypta í USA. Ég var í New York City þann 22.nóv síðastliðinn og var svo heppinn að komast yfir eintak í verslun án þess að þurfa að bíða.

Svona til gamans þá getiði séð verslunina ef að þið keyrið í PGR3 niður Park Row í New York, þar er hún á horninu á Park Row og Ann Street og heitir JR. En þetta er reyndar ekki það sem ég ætlaði að tala um heldur spennubreytir sem þarf ef að þið eruð með X360 frá USA.

Það sem þið þurfið að gera er að vera vissir um að þið séuð með Stepdown Converter sem breytir 220v í 110v það sem einnig þarf að passa og þetta er sérstaklega áríðandi til þeirra sem eru kannski að nota spennubreyti að vera vissir um að hann sé amk 300W Certified. Þeir sem eru minni virka alveg, en það er varasamt þó því að X360 tekur allt að 160W af spennu á meðan hún er í gangi.

Better be safe than sorry.